Páll Óskar snýr aftur í Rocky Horror

Mynd: Pressphotos.biz / Pressphotos.biz

Páll Óskar snýr aftur í Rocky Horror

02.03.2017 - 11:24

Höfundar

Páll Óskar mun endurtaka hlutverkið sem vakti fyrst athygli á honum, sem hinn töff og taumlausi „transi“ Frank-N-Furter, í uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum The Rocky Horror Picture Show, í mars á næsta ári. Þetta staðfestir Páll Óskar í viðtali við Poppland.

„Ég brenn í skinninu fyrir þessu hlutverki. Ég held að við Frank höfum gott af því að hitta hvorn annan aftur eftir þessi 27 ár sem hafa liðið,“ segir Páll Óskar og bætir við að verkið eigi mikið erindi við samtímann. „Það sem gerir mig spenntan fyrir þessu hlutverki er að meðan valdamestu menn heims eru að ala á ótta gagnvart minnihlutahópum þá á Rocky Horror erindi. Sýningin er allt um lykjandi verk sem býður utangarðsfólkið svo hjartanlega velkomið. Verkið fyrir mér gengur út á þegar fríkin feisa kassalaga fólkið.“

Það var í uppfærslu Menntaskólans í Hamrahlíð á Rocky Horror árið 1991 sem Páll Óskar fór svo eftirminnilega á kostum en sýningunni leikstýrði Kolbrún Halldórsdóttir. Hér má sjá brot úr þætti Hemma Gunn þar sem Páll Óskar kom fram í gervi Frank-N-Furters. 

Mynd: RÚV / RÚV
Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter árið 1991.

Veggspjaldið fyrir sýningu Menntaskólans Í Hamrahlíð á The Rocky Horror Picture Show frá 1991.

Tengdar fréttir

Innlent

Páll Óskar flytur afmælislag Söngvakeppninnar

Innlent

Páll Óskar á víkingaskipi í Gleðigöngunni

Innlent

LA sýnir Rocky Horror