Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Páfi á leið til Mósambík

04.09.2019 - 08:04
epa07815917 Pope Francis waves as he boards an aircraft on his way to Maputo, Mozambique, at Rome's Leonardo Da Vinci International airport, in Fiumicino, Italy, 04 September 2019. The pontiff's Apostolic Journey will see him visiting Mozambique, Madagascar and Mauritius from 04 to 10 September 2019.  EPA-EFE/TELENEWS
Páfi veifaði nærstödum á flugvellinum í Róm áður en hann lagði af stað til Mósambík í morgun. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Frans páfi kemur til Mósambík í dag, en það er fyrsti áfangastaðurinn í þriggja landa ferð hans til Afríku.

Páfi er væntanlegur til höfuðborgarinnar Maputo síðdegis, þar sem Filipe Nyusi, forseti Mósambík, tekur á móti honum. Á föstudag ætlar páfi að syngja messu á stærsta íþróttaleikvangi borgarinnar.

Frá Mósambík fer páfi til Madagaskar og Máritíus. Frans páfi hefur áður heimsótt fimm Afríkuríki síðan tók við páfadómi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV