Óvíst um framtíð kjarnorkuvera

14.03.2011 - 10:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Ákvörðun um að framlengja starfsemi í kjarnorkuverum Þýskalands kann að verða slegið á frest í ljósi atburðanna í Japan undanfarna daga. Guido Westerwelle. utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í morgun.

Ákvörðun um að framlengja starfsemi í kjarnorkuverum Þýskalands kann að verða slegið á frest í ljósi atburðanna í Japan undanfarna daga. Guido Westerwelle. utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í morgun. Þýska stjórnin ákvað á síðasta ári að halda kjarnorkuverum landsins gangandi lengur en gert var ráð fyrir, en Westerwelle sagði í morgun að sú ákvörðun kynni að verða endurskoðuð. Günther Öttinger, orkumálastjóri Evrópusambandsins, sagði fyrr í morgun að rannsaka yrði rækilega öryggismál í eldri kjarnorkuverum Þýskalands og kvaðst ekki vilja útiloka að þeim yrði lokað. Norbert Röttgen, umhverfisráðherra Þýskalands, tók í sama streng og sagði að gera yrði nýtt áhættumat um kjarnorkuver landsins.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi