Óvissa um framtíð Pútins

22.11.2017 - 17:45
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. - Mynd: EPA / EPA
Vladimir Pútin hefur verið allsráðandi í Rússlandi frá aldamótum og flestir gera ráð fyrir að hann hann bjóði sig fram til forseta í vor. Rússar reikna með því, stjórnarandstaðan er þess fullviss og meðreiðarsveinar hans eru sannfærðir. Sjálfur er Pútin sagður efins, hefur frestað tilkynningu um framboð í kosningunum í mars og hefur hugleitt að draga sig í hlé.

Í umfjöllun Independent segir að mikil óvissa ríki um framtíð Pútins meðal nánustu samstarfsmanna hans. Enginn efast um að Pútin beri sigur úr býtum ef hann ákveður að fara fram. Pútin er enn gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna og kosningamaskína hans er gríðarlega vel smurð. Talið er að hann fái 60 til 70 prósent atkvæða í kosningum. Fari hann fram.

epa04888302 Russian President Vladimir Putin (R) looks out from a bathyscaphe while submerging to see an ancient vessel which sank at the a 83-meter depth in the Black sea outside Sevastopol, Crimea, 18 August 2015, during the Russian Geographical Society
Pútín í kafbátnum á Svartahafi í dag. Mynd: EPA - RIA NOVOSTI POOL

Oliver Caroll fréttaritari Independent í Moskvu segir að bak við tjöldin séu málin hreint ekki svo fyrirsjáanleg sem margir halda. Samtöl við fræðimenn og lykilmenn í stjórninni bendi til mikillar óvissu. Pútin er sagður þreyttur og tregur til að fara aftur í meiriháttar kosningabaráttu eins og síðast þegar hann hann tilkynnti framboð sitt með sex mánaða fyrirvara. Sigur Pútins varð á endanum öruggur en hann þurfti sannarlega að hafa fyrir honum.

FILE - In this Saturday, Nov. 29, 2003 file photo, Russian President Vladimir Putin, left, speaks with Lyudmila Narusova, right, widow of former St. Petersburg mayor Anatoly Sobchak, and Sobchak's daughter Ksenia, as he visited the grave of Anatoly
Ksenia Sobchak er fyrir miðri mynd en á myndinni er einnig Lyudmila Narusova, móðir hennar, og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Mynd: AP

Lokafrestur til að skila framboði fer eftir því hvort Pútin ákveður að bjóða fram undir merkjum flokksins eða í eigin nafni. Fæstir búast þó við yfirlýsingu um framboð fyrr en í fyrsta lagi um miðjan desember. Stutt og snörp kosningabarátta fremur en langdreginn slagur hentar Pútin ágætlega og það gerir mögulegum andstæðingum hans erfiðara fyrir. Sjónvarpsstjarnan Ksenia Sobchak hefur verið nefnd til sögunnar en hún gæti lífgað upp á baráttuna. Ólíklegt þykir að helsti andstæðingur stjórnvalda í Kreml, Alexei Navalny, fái að bjóða sig fram en hann hefur staðið fyrir fjöldamótmælum og birt fréttir um spillingu stjórnvalda, einkum forsætisráðherrans Dmitry Medvedev.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Stjórnvöld í Kreml átta sig á því að baráttan um unga fólkið fer ekki fram á götunum, heldur á skjánum og þeim slag á ekki að tapa að þessu sinni með mikilli fjölmiðla- og netherferð. Selja á Pútin sem mann framtíðarinnar en hann er 65 ára og verður búinn að vera við völd í 18 ár þegar kosið verður í mars. Fólk er farið að þrá breytingar fram yfir stöðugleika.

Mynd með færslu
 Mynd: - - AP

Hvað sem gerist er ljóst að Pútin verður ekki eilífur og valdabaráttan er löngu hafin um hver verður arftaki hans. Staða forsætisráðherra er að forminu til næst valdamesta staða landsins. Bloomberg sagði í síðasta mánuði að þegar væri búið að ákveða að fórna forsætisráðherranum Dmitry Medvedev. Sem arftakar voru nefndir til sögunnar Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, Elvira Nabiullina, Seðlabankastjóri og iðnaðarráðherrann Denis Manturov. Aðrir segja að staða Medvedev hafi styrkst eftir nokkur áföll. Sérfræðingar virðast samdóma um að þótt Pútin sé íhaldssamur sé hann maður hins óvænta. Niðurstaða hans verði aldrei hið augljósa og það verði hann einn sem tekur ákvarðanirnar. Hann treysti engum nema sjálfum sér. Innsti valdakjarni Pútins sé ekki eiginleg ríkisstjórn heldur frekar keisaraleg hirð sem ver hann fram í rauðan dauðann, enda þurfi hirðin meira á Pútin að halda en hann á hirðinni. Án Pútins sé hirðin peninga- og valdalaus.

Trump á blaðamannafundi í Trump Tower, 15. ágúst 2017
Donald Trump lætur kjarnorkusamkomulagið við Íran í hendur þingsins. Mynd: ap

Oliver Caroll segir að þrjár óháðar heimildir hermi að Pútin hafi ákveðið í fyrrahaust að láta af embætti og látið hanna mismundi atburðarás í því sambandi. Ein hugmyndin var um skyndikosningar í desember, önnur tengdist breyttri stjórnarskrá með valdamiklum varaforseta og dreifðari valdstjórn. Ýmislegt breytti þeim áætlunum, meðal annars kjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta en aðallega þó að enginn augljós arftaki var í augsýn. Valdabaráttan hefur staðið lengi en engar líkur á að menn komi sér saman um arftaka. Pútin hefur verið alvaldur í nærri tvo áratugi. Án hans verður til gríðarlegt valdatóm og ólíklegt að það verði fyllt með nýjum Pútin. Valdakerfið hrynur með brotthvarfi Pútins.

epa03525838 Russian President Vladimir Putin (R)welcomes French actor Gerard Depardieu (L) during their meeting in Sochi, Russian Black Sea resort, Russia, 05 January 2013. President Vladimir Putin has handed French actor and tax rebel Gerard Depardieu a
Depardieu og Pútín í Sochi í janúar 2013. Mynd: EPA - RIA NOVOSTI POOL

Valery Solovei, prófessor í alþjóðasamskiptum í Moskvu segir að límið hverfi með brotthvarfi Pútins. Ef óreyndir embættismenn taka við sem landstjórar geti vandinn undið fljótt upp á sig. Fjármunir eru ekki til staðar til að leysa staðbundin vandamál. Það geti leitt til óánægju, mótmæla og verkfalla sem fyrr eða síðar bærust til Moskvu. Enginn geti sagt til um hvað þá gerist. Í umfjöllun Independent kemur fram að flestir segja að Rússland sé á barmi meirihháttar stjórnmálakreppu. Kerfið sé ósjálfbært og komið að fótum fram. Pútin tímabilinu sé að ljúka.

epa06140586 Soldiers from Belarus on a T-72  tank take part in the Tank biathlon competition as a part of Army Games 2017 in Alabino, Moscow region, Russia, 12 August 2017.  The International Army Games 2017 are held from 29 July to 12 August in the
 Mynd: EPA

Prófessor Solovei segir að þegar hann hafi síðast skynjað að slíkar breytingar væru í aðsigi, hefði verið í aðdragandanum að hruni Sovétríkjanna. Það sem veldur honum mestum áhyggjum er að þá, eins og nú, séu allir á einu máli. Samdóma sé tilfinningin fyrir endalokunum.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Sepp Blatter og Vladimir Putin
palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi