RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Óvenjumörg stórmót í september

Mynd með færslu
 Mynd:  - Landsliðið
Almannaþjónustuhlutverk RÚV er fjölbreytt. Meðal þess sem RÚV er ætlað að sinna er að fylgja landsliðum þjóðarinnar eftir á stórmótum, þegar því verður við komið. Stundum eru þessir leikir á tíma þar sem nauðsynlegt reynist að riðla hefðbundinni dagskrá.

 RÚV kappkostar að riðla hefðbundinni dagskrá eins sjaldan og kostur er og yfirleitt gerist þetta sjaldan. Enn er RÚV 2 ekki komin í fulla landsdekkandi dreifingu og því er ekki mögulegt að sýna landsleiki á þeirri rás að svo stöddu.

Nú vill svo til að í september eru óvenjulega margir leikir þar sem landslið okkar eru að keppa á stórmótum og nauðsynlegt verður að riðla til kvöldfréttatíma sjónvarps þau kvöld sem leikirnir eru.  Það mun gerast eftirfarandi daga: 3. september kl. 18.25 Holland – Ísland (fótbolti, undankeppni EM), sunnudagur 6. september Ísland- Kasakstan (fótbolti, undankeppni EM), miðvikudagur 9.september Ísland – Spánn (körfubolti, úrslitakeppni Evrópumótsins), fimmtudagur 10. september kl. 18.30 Ísland- Tyrkland (körfubolti, úrslitakeppni Evrópumótsins).

Þar sem þjónusta sem RÚV er ætlað að sinna er fjölbreytt og víðfeðm er ljóst að aldrei er hægt að þjóna öllum notendum í einu og ætíð eru skiptar skoðanir á því hvað er flutt og hvað ekki. Starfsfólk RÚV er meðvitað um að þó stór hluti þjóðarinnar fagni því að fá að fylgjast með landsleikjum sem sýndir eru, þá eru aðrir sem frekar hefðu kosið að dagskránni væri ekki riðlað. 

03.09.2015 kl.15:27
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Íþróttir, dagskrá, EM, fótbolti, íþróttir, Körfubolti