Óvenjulegt útkall slökkviliðs

Mynd með færslu
 Mynd:

Óvenjulegt útkall slökkviliðs

25.07.2013 - 19:23
Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti óvenjulegu útkalli í Þingholtunum í Reykjavík í dag.

Tilkynning hafði borist um fugl sem var fastur í tré við gamla Borgarbókasafnið. Svo virðist sem krummi hafi fest sig í snærisspotta og hékk bjargarlaus á hvolfi. Körfubíll var notaður í verkið og tókst björgunin giftusamlega enda vanir menn á ferð.