Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Óvenjuleg geit í Hvalfirði

19.10.2013 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Geitin Mollý, sem býr á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, fer ekki eftir settum reglum um dýr á bænum.

Hún laumar sér oft inn í híbýli manna á bænum og kemur sér fyrir í mýksta sófanum. Skessuhorn segir frá geitinni í dag. Mollý hefur aldrei eignast kið en mjólkar allt að einum lítra á dag sem búnir eru til ostar úr.