Óvæntur hæfileiki kvikmyndatökumannsins

Mynd: . / RÚV/Landinn

Óvæntur hæfileiki kvikmyndatökumannsins

23.09.2019 - 07:14

Höfundar

Óvænt uppákoma varð á ferðalagi Landans til Húsavíkur þegar kirkja bæjarins, Húsavíkurkirkja, var heimsótt. Það kom fljótlega í ljós að kvikmyndatökumaðurinn kann á ýmislegt fleira en myndavélar.

Landinn er enn á sólarhrings flakki sínu um landið og hefur ýmislegt óvænt komið upp á á ferð þeirra. Þegar hluti teymisins heimsótti Húsavíkurkirkju lagði Grímur Jón Sigurðsson kvikmyndatökumaður óvænt frá sér kvikmyndatökuvélina, settist niður við orgelið og tók lagið fyrir viðstadda. Lagið sem hann lék fyrir kirkjugesti hæfði stað og stund sérstaklega vel eins og sjá og heyra má í spilaranum hér fyrir ofan.

300. þáttur Landans er í beinni útsendingu í heilan sólarhring á RÚV 2 og vef RÚV. Fimm umsjónarmennn ásamt tökuliðum þeysa um allt land, hver í sínum landshlutanum. Þau flakka á milli, taka viðtöl, segja og sýna hvað landsmenn eru að fást við í leik og starfi.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Vandræðalega flugvélin“ í Pollinum á Akureyri

Menningarefni

„Ég held að þetta muni klikka“

Sjónvarp

„Þetta verður eins og í The Truman Show“

Sjónvarp

Heill sólarhringur í lífi landans og Landans