Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Our Choice verður framlag Íslands í Eurovision

Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski / RÚV

Our Choice verður framlag Íslands í Eurovision

03.03.2018 - 22:35

Höfundar

Ari Ólafsson sigraði í Söngvakeppninni 2018 með laginu „Our Choice“ og verður því fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Lissabon í maí. Eftir að síma- og dómnefndaratkvæði höfðu verið talin voru „Our Choice“ og lagið „Í stormi“, með Degi Sigurðssyni, efst og mættust því í einvígi. Þar hafði Ari betur.

Lag og texti er eftir Þórunni Ernu Clausen.