Óttast að meira en 50 hafi látist í aurskriðu

23.04.2019 - 11:07
Erlent · Asía · Mjanmar
epa04693864 Buyers check the quality of the Jade stones on sale at the Jade market in Mandalay, Myanmar, 06 April 2015. Myanmar exported just over one billion dollars worth of jade during the 2014-2015 fiscal year, 167 million dollars less than the same
Tilvonandi kaupendur virða fyrir sér jaði sem grafið var upp í Mjanmar. Mynd: EPA
Talið er að 54 námuverkamenn í jaðinámu hafi látist þegar aurskriða féll á þá er þeir sváfu. Þetta segir lögreglan í Kachin-fylki í norðurhluta Mjanmar. AFP greinir frá.

Öryggismál í jaðinámum í landinu eru víða í ólestri og eru aurskriður tíðar þar sem slík starfsemi fer fram.

Lögreglumaður í bænum Hpakant, í nágrenni námunnar sem AFP ræddi við sagði að engar líkur væru á að nokkur fyndist á lífi í aurnum.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi