Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Óttast að 170 hafi drukknað í Miðjarðarhafi

20.01.2019 - 01:27
Erlent · Flóttamenn · Ítalía · Líbía · Marokkó · Spánn
epa05343251 A buoyancy aid lies on a beach where bodies of migrants washed up, in Zuwarah, west of Tripoli, Libya, 02 June 2016. According to media reports citing Red Crescent officials, at least 85 bodies have washed up onto Libyan beaches this week.
 Mynd: EPA
Talið er að um 170 séu látnir eftir að tvö skip með flóttamönnum sukku í Miðjarðarhafinu í vikunni. Ítalski sjóherinn greinir frá því að skip með 117 um borð hafi sokkið undan strönd Líbíu í dag, og yfirvöld í Marokkó og á Spáni leita að skipi sem sökk fyrr í vikunni á vestanverðu Miðjarðarhafinu. Talið er að 53 hafi verið þar um borð.

Einn maður fannst sem komst lífs af og hafði haldið sér á lífi í sjónum í sólarhring þegar honum var bjargað. Nokkurra daga leit að skipinu sem hann var á hefur engu skilað.

Flavio Di Giacomo, talsmaður Alþjóðasamtaka farand- og flóttafólks, segir að alls hafi 120 verið um borð í skipinu sem sökk undan strönd Líbíu. Þremur var bjargað að sögn fréttastofu BBC. Rúmlega fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Það eru tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV