„Það er auðvitað bara þeirra að svara fyrir þessi ummæli sín. Það er ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma um útlit og atgervi þingkvenna, sem þeir starfa með,“ segir Áslaug Arna.
Fjölmiðlarnir DV og Stundin hafa í gærkvöld og í dag birt fréttir af samtölum þingmanna úr Miðflokknum og Flokki fólksins. Fjölmiðlarnir segjast hafa upptökur undir höndum þar sem komi fram margvísleg ummæli þingmannanna sem fari niðrandi orðum um aðra þingmenn, einkum og sér í lagi konur á þingi.