Hákon Seljan Jóhannsson, vélstjóri, birti í morgun myndskeið frá Strandgötu á Eskifirði. Þar sést hvernig malbik, grjót og bútar úr höfninni hafa fokið í óveðrinu sem gekk yfir austanvert landið í morgun og gamalt sjóhús virðist vera að láta undan í mesta veðurhaminum.