Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ótrúlegar myndir frá Eskifirði

30.12.2015 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: Eskifjörður - Hákon Seljan
Hákon Seljan Jóhannsson, vélstjóri, birti í morgun myndskeið frá Strandgötu á Eskifirði. Þar sést hvernig malbik, grjót og bútar úr höfninni hafa fokið í óveðrinu sem gekk yfir austanvert landið í morgun og gamalt sjóhús virðist vera að láta undan í mesta veðurhaminum.

Fréttastofa fékk leyfi hjá Hákoni til að birta myndskeiðin sem hann setti á Facebook-síðu sína í morgun. Farið er að draga úr óveðrinu á Austurlandi en Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að eftir hádegi rjúki það upp fyrir norðan. Sterkasta hviðan í fárviðrinu mældist á Vatnsskarði eystra - hún var yfir 70 m/s.

 

 

Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on 30. desember 2015

 

 

Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on 30. desember 2015

 

 

Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on 30. desember 2015

 

Eskifjörður

Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on 30. desember 2015

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV