Ótrúlegar drónamyndir af Gleðigöngunni

Mynd: Ragnar Hansson / RÚV

Ótrúlegar drónamyndir af Gleðigöngunni

06.08.2016 - 17:42

Höfundar

Mikill mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt og fylgjast með Gleðigöngunni - hápunkti hinsegin daga. Gangan er orðinn fastur liður í hátíðarhöldum borgarinnar og meðal þeirra sem tóku þátt voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og þá flutti Guðni Th. Jóhannesson ávarp - fyrstur forseta.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var fjöldi þeirra sem kom til að fylgjast með göngunni svipaður og í fyrra.

Það var Ragnar Hansson, kvikmyndaleikstjóri, sem tók þessar ótrúlegu dróna-myndir af Gleðigöngunni. Undir hljómar lagið Þá mætir þú til mín með Páli Óskari sem var einn af senuþjófum göngunnar - hann mætti til leiks á silfruðum einhyrningi. 

 

Tengdar fréttir

Mannlíf

„Vonandi fáum við homma í karlalandslið“

Innlent

„Heillar miklu meira en 17. júní“ - myndir

Mannlíf

Gleðigangan hafin - Guðni ávarpar hátíðina