Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun

20.12.2010 - 13:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Læknir og höfundur skýrslu fyrir heilbrigðisráðuneytið um staðgöngumæðrun telur ekki tímabært að hún verði lögleidd hér á landi. Mikilvægt sé að kljúfa sig ekki frá samskonar lögum á Norðurlöndum.

Fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um að heilbrigðisráðherra skipi starfsnefnd til að smíða frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun á Íslandi. Milliganga staðgöngumóður hefur ekki verið heimiluð á Íslandi hingað til og er sú löggjöf í samræmi við lög annars staðar á Norðurlöndunum.


Ástríður Stefánsdóttir, læknir, sat fyrr á þessu ári í vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem skoðuð voru siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun. Hún segir því mikilvægt að vernda konur sem taki að sér staðgöngumæðrun og greina skýrt á milli staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni annars vegar og hagnaðarskyni hins vegar.