Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Óþef leggur frá opinni skólplögn í Lækjargötu

30.03.2016 - 20:53
Mynd: RÚV / RÚV
Skólp safnast upp í grunni við Lækjargötu á horni Lækjargötu og Vonarstrætis í miðbæ Reykjavíkur. Ólykt leggur frá skólpinu en vegfarendur höfðu samband við fréttastofu vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verðu heilbrigðisyfirvöldum gert viðvart og málið skoðað. Það sé á ábyrgð verktaka að lagfæra teljist þörf á því.

Fornleifar hafa fundist á þessu svæði. Merkar fornleifar eru sunnan megin húsið sem þarna stendur en á fornleifauppgreftri er lokið þeim megin sem skólpið lekur. Þar er að mestu að finna minjar frá seinni hluta 19.aldar og fyrri hluta þeirrar 20. en þær teljast illa farnar.

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV