Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Össur fordæmir árásirnar á Gaza

19.11.2012 - 15:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Össur Skarphéðinsson, utanaríkisráðherra, fordæmdi árásirnar á Gaza á Alþingi í dag en Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra hefur hvatt fólk til að mótmæla þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Össur hvað honum fyndist um það.

Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks sem spurði utanríkisráðherra hvað honum fyndist um að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra væri að hvetja fólk til þess að mótmæla þessu ástandi. Össur sagði Ögmund hafa allan rétt til að tjá sig, það yrðu menn að gera þegar þeir stæðu andspænis voðaverkum af þessu tagi. Nú verði að beita rödd Íslands og hann muni ræða þetta mál í ríkisstjórn í fyrramálið.

Birgitta Jónsdóttir eins og Ragnheiður Elín spurði utanríkisráðherra hvort hann væri þeirrar skoðunar að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael í ljósi þeirra átaka sem nú séu fyrir botni Miðjarðarhafs. Birgitta boðaði þingsályktunartillögu í dag um að slíta beri stjórnmálasambandinu. Össur sagði ekki komið að því.