Brynhildur fjallaði um rannsókn á kolefnis- og vatnshringrás í asparskógi í framræstri mýri, í Samfélaginu á Rás 1.
Rannsaka vistkerfi með öspum hátt á þrítugsaldri
„Við skoðum tvenns konar landnýtingu. Rannsóknin fer fram í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á svæði sem heitir Sandlækjarmýri. Þarna var stórt og mikið votlendi sem var ræst fram í kringum 1960 og var notað sem létt beitarland í nokkuð mörg ár. Í kringum 1990 var gróðursett ösp á þessu svæði, “ segir Brynhildur.