Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Öskumistur í norðvestur

23.04.2010 - 07:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Máttur eldgossins í Eyjafjallajökli í nótt hefur verið svipaður og undanfarna tvo sólarhringa samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð almannavarna. Öskumistur leggur nú norðvestur af jöklinum, en öskufall er lítið. Gosmökkurinn var dökkur um miðnætti en er mun ljósari nú.

Veðurstofan spáir suðaustlægri átt í dag og hægt vaxandi vindi. Gert er ráð fyrir öskumistri til norðvesturs frá eldstöðinni sem getur jafnvel náð í örlitlum mæli til Reykjavíkur. Það gæti haft áhrif á skyggni. Eitthvað öskufall er í átt að Fljótshlíð og verður áfram norðvestur af eldstöðinni.

Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni. Bannsvæðið nær yfir Eyjafjallajökul og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul.