Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Öskufallið kortlagt

22.04.2010 - 11:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðrún Larsen, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, hefur kortlagt öskufallið úr Eyjafjallajökli. Í ljós kemur að askan er þykkust á fjögurra kílómetra breiðu belti sem liggur austan við bæinn Þorvaldseyri frá jökli og niður að sjó.