Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Öskufall að Selfossi

14.05.2010 - 07:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Öskufall frá eldgosinu í Eyjafjallajökli nær nú að Selfossi. Stöðugt öskufall er í Fljótshlíð og á Hvolsvelli. Gosstrókurinn leitar í vestur og suðvestur. Rigningarúði fylgir öskunni, sem er dökk og nokkuð gróf. Þetta er fyrsta gjóskan sem fellur að ráði vestur af eldstöðinni frá því að gosið hófst í Eyjafjallajökli.

Mjög mikið öskufall var í gærkvöld undir Eyjafjöllum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var nánast svartamyrkur frá Holtsá og austur að Skógum. Á köflum var ekki nema tveggja metra skyggni. Fólk hélt sig innandyra.

Stefán Guðbergsson í Múlakoti í Fljótshlíð segir mikinn hávaða hafa verið frá eldstöðinni í nótt, reglulegar drunur og sprengingar og svo kom askan. Rætt var við Stefán í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun - hlusta.