Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ösku sópað af vegum Sunnanlands

21.04.2010 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Víða um heim eru sérstakir blásarar notaðir til að hreinsa sand af flugbrautum og vegum og menn hafa spurt sig hvort ekki væri hægt að nota snjóblásara eða sérstaka sandblásara sem seldir eru á netinu. Blásararnir eru meðal annars útbúnir með sérstökum legum til að fínn sandurinn berist ekki í þær.

Bjarni Jón Finnsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Vík í Mýrdal efast um að hægt sé að nota snjóblásara til að hreinsa ösku af túnum. Bjarni segir að Vegagerðin noti bæði snjómoksturstæki og götusóp til að ná öskunni af vegum. Askan þurfi að vera blaut til að hægt sé að sópa henni. Þegar hún þorni verði hún hörð eins og steypa. Mesta askan sé á veginum frá Steinum og austur undir Skarðshlíð en þar sé allt að eins og hálfs sentimetra lag á vegnum. Hált er í öskunni ef hún blotnar og ef hún þornar þyrlast hún upp þegar bílar keyra um veginn.