Öskrað á Ítalíu

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Gunnarsson

Öskrað á Ítalíu

03.04.2018 - 10:18

Höfundar

Hljómsveitin While My City Burns hljómar í Skúrnum þriðjudaginn 3. apríl kl 21:00 á Rás 2

While My City Burns gaf út sína fyrstu breiðskífu Prone To Selfdestruction 30. mars síðastliðin.
Hljómsveitin var stofnuð árið 2013 og hefur starfað í núverandi mynd síðan 2016. Platan hefur því verið lengi í smíðum og eru sum lögin að verða hátt í 5 ára.
Árið 2016 gerði While My City Burns plötusamning við ítalska útgáfufyrirtækið Wormholedeath og ákváðu þá að klára loksins að semja plötuna. Afraksturinn voru 13 lög og sumarið 2017 héldu þeir til Ítalíu og tóku plötuna upp. 
Lög plötunnar spanna fjögurra ára tímabil og eru því fjölbreytt í samræmi við það, samin um atburði þessara fjögurra ára og undir áhrifum frá mismunandi hljómsveitum og tónlistarstefnum. 
Viðfangsefni laganna eru svik, sambandsslit, óhófleg drykkja og ýmislegt fleira.

Lagalisti:

01. Intro - While My City Burns
02. New Beginnings - While My City Burns
03. Alligator Char - While My City Burns
04. Monument - While My City Burns
05. Dear Dad - While My City Burns
06. Stranger Things - While My City Burns
07. You Know Who You Are - While My City Burns
08. Heartbreaker - While My City Burns
09. Wolves Are Among Us - While My City Burns
10. Vivens Mortua - While My City Burns
11. Where Do We Go From Here - While My City Burns
12. Best Of Me - While My City Burns
13. Out Of My Mind - While My City Burns