Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Óskar nýjum formanni VR til hamingju

14.03.2017 - 14:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, óskaði nýjum formanni VR til hamingju, nú þegar fréttastofa RÚV náði tali af honum rétt í þessu. Ragnar Þór Ingólfsson vann kosningu í VR um embætti formanns með 63% atkvæða. Greint var frá niðurstöðunni fyrir stundu. Ragnar Þór hefur gagnrýnt Gylfa harðlega. Með formannsembættinu öðlast Ragnar sjálfkrafa málfrelsis- og tillögurétt í samninganefnd Alþýðusambandsins

Gylfi gat ekki veitt fréttastofu síma- eða sjónvarpsviðtal enda á leið í flug. Ólafía B. Rafnsdóttir, fráfarandi formaður VR, er jafnframt varaforseti Alþýðusambandsins. Ólafía lætur af formennsku á aðalfundi VR 28. mars og þá tekur Ragnar Þór við.

Ragnar Þór hefur margsinnis gagnrýnt Gylfa og bauð sig fram gegn honum til embættis forseta Alþýðusambandsins haustið 2014. Gylfi hlaut 74,5% atkvæða í þeirri kosningu en Ragnar Þór 25,5%.