Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Óskar leiðir lista Framsóknarflokksins

Mynd með færslu
 Mynd:
Óskar Bergsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Þetta var ákveðið á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavík sem hófst klukkan fimm.

Guðrún Bryndís Karlsdóttir er í öðru sæti á listanum og Valgerður Sveinsdóttir það þriðja. Guðlaugur Sverrisson verður í fjórða sæti listans. 

Óskar var kjörinn varaborgarfulltrúi í kosningum 2006 og varð borgarfulltrúi þegar Björn Ingi Hrafnsson lét af starfi borgarfulltrúa á því kjörtímabili. Óskar tapaði kosningu um efsta sætið á kjördæmisþingi framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þá fékk flokkurinn engan mann kjörinn í borgarstjórn.