Óska upplýsinga um flugslysið

05.08.2013 - 17:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Um borð í flugvélinni sem fórst í dag, TF- MYX, voru þrír, flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Eins og áður hefur komið fram var vélin á leiðinni heim úr sjúkraflugi. Tveir létust í slysinu og sá þriðji liggur slasaður á spítala.

Flugvélin hafði hætt við lendingu skömmu áður og var að fljúga hring um flugvöllinn fyrir annað að flug. Fjöldi vitna var að slysinu.

Í kjölfarið setti Flugöryggisfulltrúi Mýflugs af stað flugslysaáætlun félagsins. Félagið setti sig í samband við Samhæfingarmiðstöð Almannavarna og Rannsóknarnefnd Flugslysa. Flugvél Mýflugs TF-FMS var kölluð til að flytja fólk frá félaginu á vettvang og er hún lent á Akureyrarflugvelli samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá flugöryggisulltrúa Mýflugs.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um slysið eru beðnir um að snúa sér til Rannsóknarnefndar flugslysa en láta ekki slíkar upplýsingar á samfélagsmiðla eða á annan hátt til óviðkomandi.

Samráðshópur vegna slyssins verður í starfsstöð félagsins í Skyli 13 á Akureyrarflugvelli.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi