Óska þess að forsætisnefnd taki ummælin fyrir

29.11.2018 - 12:18
Mynd:  / 
Inga Sæland, Oddný Harðardóttr og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkonur, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu og segja að þau ummæli sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna. Þær ætla að óska þess að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.

Þær segja að það sé algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skipti engu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja, eins og fram kemur í tilkynningu, sem þær enda með því að minna á siðareglur þingmanna.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi