Ósáttir við uppsagnir fatlaðra hjá Srætó

22.01.2015 - 13:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Fötluðum starfsmönnum hjá þjónustuveri Strætó var sagt upp störfum þegar akstursþjónustunni var breytt um áramótin. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður.

Sérstaklega sé brýnt að sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra fari fram með góðu fordæmi í atvinnumálum fatlaðs fólks og setji sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa sem henta fólki með skerta starfsgetu, segir í ályktun bæjarstjórnarinnar.

Bæjarstjórn Hafnafjarðar beinir því til stjórnar Strætó að hún taki til endurskoðunar starfsmannastefnu fyrirtækisins og láti fara fram heildstæða endurskoðun á starfsemi þess, þjónustu og fyrirkomulagi starfsmannamála, með það að markmiði að tryggja að ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks séu uppfyllt.

Mikið hefur verið fjallað um breytingarnar á ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra frá því þær tóku gildi um áramótin. Fjölmörg dæmi eru um að farþegar séu sóttir of seint, eða jafnvel ekki sóttir. Þá hafa of litlir bílar verið sendir til að sækja farþega í hjólastól.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi