Öryrkjum fjölgar um á annað þúsund á ári

21.03.2018 - 18:30
Frá þingsetningu 6. desember 2016.
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Páll Magnússon, formaður allsherjarnefndar Alþingis, lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af fjölgun öryrkja hér á landi samkvæmt upplýsingum sem fjárlaganefnd hafi fengið á dögunum.

Þeir sem búi við 75 prósent örorku eða meira séu nú 20 þúsund manns og á tíu ára tímabili frá 2007 til 2017 hafi þeim fjölgað um 1.200 til 1.800 á ári. Fjölgunin sé meiri en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Mest sé fjölgunin meðal kvenna á aldrinum 30 til 40 ára og karla 20 til 30 ára.

„Þetta er miklu meiri fjölgun, sértaklega í þessum aldurshópum, heldur en við þekkjum til dæmis á Norðurlöndunum. Við getum ekki horft upp á ungt fólk þúsundum saman stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því,“ sagði Páll á Alþingi í dag. Hann sagði stöðuna vera rándýra fyrir þjóðfélagið en þó enn dýrkeyptari fyrir það fólk sem lendir í þessu. „Áherslan okkar á að færast frá því sem að nú er yfir í það að aðstoða fólk í endurhæfingu og komast aftur út á vinnumarkað.“

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi