Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Öryrkjar mótmæla með dýrin sín

19.05.2015 - 13:48
Mynd: Vilhjálmur Guðmundsson / RÚV
Öryrkjar og lífeyrisþegar komu saman við skrifstofur Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Fólkið safnaðist þar saman til að mótmæla því að gæludýr skulu ekki lengur leyfð í leiguíbúðum á vegum hússjóðsins.

Margir tóku dýrin sín með sér til að leggja áherslu á málstaðinn.

Almennt reiði og örvænting hefur gripið um sig meðal leigjenda í íbúðum sjóðsins sem ekki geta hugsað sér að sleppa gæludýrunum sínum.

Frá og með 15. maí síðastliðnum ákvað Brynja að byrja að framfylgja reglum sínum um almennt bann við gæludýrahaldi í íbúðum á vegum hússjóðsins.