Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Öryggisráðið boðar nýjar refsiaðgerðir

12.02.2013 - 16:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna í nótt og boðaði nýjar refsiagerðir gegn stjórnvöldum í Pjongjang.

Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að aðgerðirnar myndu fela í sér aukinn þrýsting á stjórnvöld í Pjongjang og aukna einagrun Norður-Kóreu. Kjranorkutilraunir Norður-Kóreumanna yrðu ekki liðnar. Skömmu áður barst tilkynning frá stjórnvölduum Norður-Kóreu sem sagði að þau myndu aldrei gangast undir neina ályktun Sameinuðu þjóðanna sem beindist gegn kjarnorkuáætlun þeirra.