Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Öruggur sigur gegn Túnis

31.07.2012 - 10:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenska landsliðið í handbolta vann öruggan sigur á liði Túnis í öðrum leik sínum á Ólympíuleikunum í London, 32-22. Liðið hafði örugga forystu í hálfleik, 19-8, en leyfði nokkrum lykilmönnum að hvíla í seinni hálfleik sem kom þó ekki að sök.

Atkvæðamestir í liði Íslands voru Aron Pálmarsson, sem skoraði átta mörk, og Guðjón Valur Sigurðsson, sem skoraði sjö. Markverðir liðsins, Björgvin Páll Gústafsson og Hreiðar Levý Guðmunsson skiptu leiknum nokkuð jafnt á milli sín og vörðu samanlagt 15 skot.  Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins eru væntanlega á vef RÚV.