Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ortega boðar stjórnarandstæðinga til viðræðna

22.02.2019 - 04:53
epa06873132 Nicaraguan President Daniel Ortega (R) and Vice President Rosario Murillo (L) wave during a rally in Managua, Nicaragua, 07 July 2018. Ortega refused the proposal by Secretary-General of Organization of American States Luis Almagro for early
Daniel Ortega og eiginkona hans Rosario Murillo varaforseti. Mynd: EPA-EFE - EFE
Daniel Ortega, forseti Níkaragva, óskaði í gærkvöldi eftir viðræðum. Vonast hann til þess að þær hjálpi til við að róa eldfimt pólítískt ástand í landinu, þar sem minnst 320 hafa látið lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum.

AFP fréttastofan hefur eftir Ortega að stjórnvöld verði reiðubúin til viðræðna við stjórnarandstæðinga á miðvikudag. Andstæðingar Ortega krefjast þess að forsetinn segi af sér fyrir spillingu og frændhygli og boði þegar til nýrra kosninga. Djúp efnahagslægð er yfir landinu, tap á ríkisrekstri nemur um 315 milljónum dala, jafnvirði tæplega 38 milljörðum króna. Illa gengur að fá fjármögnun eða lán frá erlendur stofnunum. 

Mótmæli gegn stjórnvöldum hófust fyrir tæpu ári, í apríl í fyrra. Þá var í fyrstu mótmælt breytingum á lífeyriskerfinu, sem stjórnvöld hættu síðar við. Mótmælin undu upp á sig eftir því sem þeim var mætt með meiri hörku af yfirvöldum. Ortega hélt viðræður með stjórnarandstæðingum en upp úr þeim slitnaði í júní þegar Ortega vildi ekki verða við kröfum þeirra um að segja af sér. Mótmælin stóðu yfir allt þar til í október í fyrra.