Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Orka náttúrunnar hafi brugðist hratt við

14.09.2018 - 16:43
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að upplýsingafundur fyrirtækisins með Orku náttúrunnar hafi verið upplýsandi og góður. Ljóst er að Orka náttúrunnar hafi brugðist hratt við í máli Bjarna Más Júlíussonar fyrrum framkvæmdastjóra ON.

Brynhildur segir að boðað hafi verið til fundar til að upplýsa stjórn um þá atburði sem hefðu átt sér stað. Fundurinn hafi verið góður og upplýsandi. Aðspurð hvort stjórn Orkuveitunnar hafi verið sátt við ákvörðun Orku náttúrunnar segir hún að Orka Náttúrunnar sé dótturfélag Orkuveitunnar og stjórn móðurfélags íhlutist ekki um ákvarðanir dótturfélags. Það sé hins vegar ljóst að dótturfélagið hafi brugðist hratt við málinu. Stjórn Orkuveitunnar muni fylgjast vel með gangi mála. 

Bjarni Már var rekinn í gær frá Orku Náttúrunnar vegna óviðeigandi framkomu hans gagnvart samstarfsfólki sínu. Einar Bárðarson, umboðsmaður og ráðgjafi, greindi frá því á Facebook í gær að forstjóri fyrirtækis liti fram hjá óviðeigandi hegðun framkvæmdastjóra síns. Sá fengi að halda starfi sínu áfram og forstjórinn réttlæti það með því að viðkomandi væri að skila svo góðum niðurstöðum.