Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Orðið ljóðskáld er svo gildishlaðið ...

Mynd:  / 

Orðið ljóðskáld er svo gildishlaðið ...

28.01.2019 - 13:57

Höfundar

Hvítt suð heitir fyrsta ljóðabók Eyþórs Gylfasonar sem segist haldinn einhvers konar „afhjúpunarótta sem ljóðaskáld. Ljóðskáld er svo gildihlaðið orð.“ Hvítt suð er þekkt fyrirbæri í rafmagns - og tölvunarfræðum en hvítt suð getur líka verið þetta stöðuga áreiti sem við er útsett fyrir í nútímasamfélagi, örbylgjukliðurinn, segir Eyþór ennfremur.

Eyþór Gylfason lærði  rafmagns - og tölvuverkfræði til ba prófs en skipti þá um gír og fór í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra ritlistarnema sem naut handleiðslu Sigurðar Pálssonar í sínu námi, sem Eyþór segir, eins og reyndar ótal margir aðrir, hafa verið stórkostlegt. 

Eyþór fer víða í ljóðum sínu í bókinni Hvítt suð yrkir um ástina, um ástarsorg, um tilgang og tilgangsleysi. Ljóðin eru stutt og afar hnitmiðuð og bera í sér tálgaðan heimsósómaóm, enda segir Eyþór bókina ekki skrifaða tl að skemmta. Sumir segist reyndar hlægja við lestur ljóðanna, sem honum finnst fínt. 

Eyþór er ættaður að norðan, frá Akureyri þar sem hann gekk í MA og hann fékk árið 2015 viðurkenningu sem ungskáldið fyrir smásögu sína „Lést samstundis.“ 

Auk þess að skrifa ljóð hefur Eyþór skrifað fáeinar smásögur og vinnur nú að nóvellu auk þess sem hann þýðir ljóð. Á upplestrarkvölvi í Borgarbókasafninu í desember 2018 las Eyþór m.a. þýingu sína á ljóðinu   eftir Derek Wallkott sem Eyþór sé mögulega einhvers konar áhrifavaldur, að minnsta kosti haldi hann honum við efnið líkt og reyndar fjölmörg önnur skáld og rithöfundar einkum frá Mið - og Suður - Ameríku þótt af höfundum þaðan þyki honum líklega mest til Jorges Luis Borgesar koma.