Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Orð ársins í Danmörku er enskt

Mynd með færslu
 Mynd:

Orð ársins í Danmörku er enskt

12.12.2014 - 16:07
Enska orðið „MobilePay“ hefur verið valið orð ársins í Danmörku. Orðið lýsir greiðsluappi fyrir farsíma sem Danske Bank gaf út á árinu og hefur náð miklum vinsældum og útbreiðslu.

Það er þátturinn Sproglaboratoriet á Rás eitt danska ríkisútvarpsins sem hefur veg og vanda af því að velja orð ársins í samstarfi við Danska málnefnd.

Hlustendur þáttarins sendu hundruð tillagna að orði ársins til þáttarins og að lokum voru 12 orð tilnefnd. Græn umhverfishugsun var fremur einkennandi fyrir orð sem hlustendur tilnefndu. Má þar nefna orðin fødevarefællesskab, normcore og madspild.

Þeir sem standa að valinu eru nokkuð sannfærðir um að valið í ár muni vekja harðar deilur. Orð ársins í fyrra var öllu danskara en „MobilePay“ en þá varð orðið „undskyld“ fyrir valinu. Líklegt er að margir málvendir fari fram á að þáttastjórnendur bregði fyrir sig því orði þegar þeir verða krafðir skýringa á valinu í ár.

[email protected]