Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Óratórían Salómón

Mynd með færslu
 Mynd: Kirkjulistarhátíð - RÚV

Óratórían Salómón

13.08.2015 - 14:05

Höfundar

Hátalari dagsins varpar út nokkrum tóndæmum um tónlist sem hljóma mun á Kirkjulistahátíð, sem hefst föstudag, 14. ágúst. Hörður Áskelsson stjórnar frumfltuningi ótratóríunnar Salómón nk laugardag. Glæsilegur hópur einsöngvara auk Mótettukórsins og Alþjóðlegu Barokksveitarinnar frá Den Haag flytja.

Einnig verður rifjuð upp umfjöllun þáttarins um danska tónsmiðinn Simon Steen Andersen, sem verður gestur Cycles listahátíðarinnar sem hefst í Salnum í Kópavogi í kvöld, 13. ágúst.

Ekki má gleyma tónlist hins frábæra kammertónlistarhóps Nordic Affect, sem nýverið sendi frá sér plötuna Clockworking, sem hefur að geyma tónlist íslenskra kvenna.