Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Opnuðu jólapakka og stálu gjöfunum

23.12.2018 - 08:58
Mynd með færslu
 Mynd: Pxhere
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hús í Kópavogi í gærkvöldi. Þjófur hafði brotið rúðu og komist þannig inn í húsið. Hann rótaði í skúffum og opnaði jólagjafir sem hann fann. Þjófurinn stal svo einni gjöfinni.

Annar þjófur var á ferð í efri byggðum Reykjavíkur í Úlfarsárdal og Grafarholti. Þar var tilkynnt um þjófnað úr bifreið þar sem jólapökkunum hafði verið stolið. Í Breiðholti var maður að stela úr verslun og þegar lögregla hafði afskipti af honum fundust það sem talið er vera fíkniefni hjá manninum.

Í dagbók lögreglu má annars lesa að hún hafi haft nokkur afskipti af ökumönnum í nótt. Flestir voru grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.