Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Opna kjörkassa og kanna atkvæði

01.06.2014 - 05:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Úrslit borgarstjórnarkosninganna liggja enn ekki fyrir. Starfsmenn kjörstjórnar hafa farið í gegnum kjörkassa, opnað þá og velt þeim við, meðan verið er að leita lausnar á þeim vanda sem talningarmenn glíma við.

Fréttastofan sagði frá því fyrr í morgun að úrskurða þyrfti um 200 vafaatkvæði. Nú er ljóst að meira kemur til. Einnig voru vafaatkvæði utan kjörfundar sem voru viðbót við þessa tölu. Búið er að afgreiða þau. Vandamálið var þó að tölurnar stemmdu ekki. Þá var farið í að opna kjörkassa. „Ótrúlegur hávaði hérna,“ sagði Þórdís Arnljósdóttir, fréttamaður í Ráðhúsi Reykjavíkur, og þakkaði fólki þolinmæðina. „Það er enginn að gera að gamni sínu.“

Þórdís minnti á að Í borgarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum bárust lokatölur 3:50.

Það styttist væntanlega í lokatölur. „Teljararnir eru komnir í kápurnar,“ sagði Þórdís upp úr klukkan fimm.