Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Open Road

Mynd með færslu
 Mynd: Axel o & Co

Open Road

27.06.2016 - 08:00

Höfundar

Axel O & Co er hljómsveit sem spilar Country tónlist og hóf störf fyrir um ári síðan. Open Road er fyrsta plata sveitarinar og er hún plata vikunnar á Rás 2.

 

Forsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Axel Omarsson sem ólst upp á sínum yngri árum í vöggu Country tónlistarinnar í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Þar lærði Axel að meta Country tónlist og tók þann áhuga með sér þegar hann flutti aftur til Íslands. Axel kom með Texas hreiminn inn í íslenskt tónlistarlíf sem heillað hefur Country áhugafólk að undanförnu. 

Meðlimir Axel O & Co auk Axels Ómarssonar eru valinkunnir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi, þeir Magnús Kjartansson (Píano), Sigurgeir Sigmundsson (Gítararar og Pedal Steel), Jóhann Ásmundsson (Bassi), og Sigfús Óttarsson(Trommur og percussion).
 
Axel O & Co gáfu út sitt fyrsta lag, “Country Man” í ágúst 2015 og það lag rataði inn á ýmsa vinsældarlista á útvarpsstöðvum erlendis, í Bandaríkjunum og víðar. Tvö lög af plötunni, "Country Man" og "You Look Good" hafa þegar ratað í fyrsta sæti á vinsældarlista sem spilar “Independent” Country tónlist.

Nú hefur hljómsveitin gefið út sinn fyrsta disk sem inniheldur 10 frumsamin lög. Lögin eru ýmist kraftmikið Country Rock yfir í hefðbundna Country Tónlist.