Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Only Teardrops á Söngvakeppninni

epa03706916 Danish singer Emmelie de Forest performs her winning song 'Only teardrops' during the Grand Final of the 58th annual Eurovision Song Contest at the Malmo Arena, in Malmo, Sweden, 18 May 2013. The annual event is watched by millions
 Mynd: EPA

Only Teardrops á Söngvakeppninni

30.01.2018 - 11:18

Höfundar

Danska söngkonan Emmelie de Forest, sem sigraði í Eurovision-söngvakeppninni árið 2013 með laginu Only Teardrops, mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars næstkomandi.

Lagið Only Teardrops, sem finna má hér fyrir neðan, vann hug og hjörtu Evrópubúa þegar keppnin var haldin í Malmö í Svíþjóð en lagið sigraði með 281 stigi, 47 stigum fyrir ofan lagið í 2. sæti. Íslendingar voru afar hrifnir af laginu og gáfu því 12 stig í keppninni.

Emmelie verður 25 ára þann 28. febrúar. Hún ólst upp í Danmörku og Svíþjóð en móðir hennar er dönsk og faðirinn sænskur.

Emmelie mun sem fyrr segir koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en hún mun einnig syngja á aðalæfingunni, Fjölskyldurennslinu, fyrr um daginn.

Nú þegar hefur verið tilkynnt að sænski söngvarinn Robin Bengtsston muni koma fram í Söngvakeppninni í ár. Robin flutti sænska lagið I can’t go on í Eurovision í fyrra. Svala Björgvinsdóttir, sigurvegari Söngvakeppninnar í fyrra mun einnig stíga á svið og von er á leynigesti. Það verður því mikið um dýrðir í Laugardalshöll 3. mars næstkomandi.

Miðasala á Söngvakeppnina hefst í dag klukkan 12, á tix.is.