Ómissandi á Iceland Airwaves

Mynd með færslu
 Mynd: Omar Smith - Iceland Airwaves

Ómissandi á Iceland Airwaves

06.11.2018 - 17:10
Atriði sem þú vilt ekki missa af á Iceland Airwaves í ár

Þá er Iceland Airwaves vikan gengin í garð með pompi og prakt en hátíðin hefst formlega á morgun. Hátíðin mun setja sinn svip á borgina en hún fer fram víðsvegar um Reykjavík á hinum ýmsu tónleikastöðum.

Hátíðin hóf göngu sína árið 1999 og hefur síðan öðlast sess sem ein af helstu alþjóðlegu kynningarhátíðum heims á sviði tónlistar. Margar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa átt alþjóðlegri velgengni að fagna eftir að hafa leikið á hátíðinni og má þar á meðal nefna Hot Chip og Sigur Rós. Því er aldrei að vita hvaða tónlistaratriði gæti skotist upp á stjörnuhimininn eftir þátttöku í hátíðinni í ár.

Dagskrá hátíðarinnar hefur í gegnum tíðina notið mikillar hylli innlendra sem erlendra fjölmiðla en fjöldinn allur af fólki flykkist hingað til lands ár hvert til að sjá ný og spennandi tónlistaratriði.

Í ár eru tónlistaratriðin 240 talsins frá 25 löndum sem gerir hátíðina þá stærstu frá upphafi og eru atriðin svo sannarlega ekki af verri endanum. Ef þú ert ekki viss um hvernig þú ætlar að skauta í gegnum Reykjavík dagana 7.-10. nóvember ætti eftirfarandi listi að koma þér á bragðið.

Blood Orange

Laugardagur, Harpa, Flói kl.01-00-02.00

HATARI
Föstudagur, Gamla Bíó kl.02.20-01.00

Natalie Prass
Laugardagur, Harpa, Flói kl.23.40-00.30

GDRN
Miðvikudagur, Reykjavík Art Museum 19.00-19.30

Berndsen
Laugardagur, Húrra kl.22.10-22.40

ALMA
Fimmtudagur, Reykjavík Art Museum, kl.21.40-22.30

CYBER
Laugardagur, Reykjavík Art Museum kl.20.00-20.30

Polo & Pan
Laugardagur, Húrra kl.02.00-03.00