Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ómarkað fé fannst í Loðmundarfirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Ómörkuðu fé sem smalað var úr Loðmundarfirði um helgina verður slátrað að kröfu Matvælastofnunar. Stofnuninn fékk ábendingar um vanhirt fé í firðinum og í eftirlitsferð í maí sást um hundrað fjár meirihlutinn ómarkaður.

Kindurnar voru í mismunandi ástandi og erfitt að meta holdafar fullorðna fjársins. Það hafði ekki verið rúið og nokkrar kindur virtust í mörgum reifum. Matvælastofnun hefur gert þá kröfu til Borgarfjarðarhrepps eystri að ómörkuðu fé verði slátrað.