Öll börnin tvítyngd í Alþjóðaskólanum

Mynd: Alþjóðaskólinn / Sjálandsskóli

Öll börnin tvítyngd í Alþjóðaskólanum

24.09.2015 - 15:22

Höfundar

Það er aðeins einn alþjóðaskóli á Íslandi, hann er til húsa í Sjálandsskóla í Garðabæ. Skólann sækja bæði íslensk og erlend börn, og kennt er á ensku, en íslensku börnin læra líka íslensku eins og í öðrum skólum.

Var áður sendiráðskóli

Alþjóðaskólinn var stofnaður árið 2004 af Bertu L Faber, sem fékk eiginlega skólann uppí hendurnar eftir að sendiráðsskólinn var lagður niður. Skólinn hefur bara vaxið og dafnað síðan, segir Hanna Hilmarsdóttir skólastjóri. Börninn stunda nám mislengi við skólann, það fer eiginlega eftir starfi foreldranna hér á landi. Skólinn er að stækka og 9. og 10. bekk verður bætt við næsta haust. 

Ég fæddist í Bandaríkjunum

Sagði ein íslenska stelpan þegar hún var spurð um uppruna sinn, en íslensku börnin reyna að finna erlenda tengingu, til að falla inní hópinn, en flest börnin eru af erlendu bergi brotin, þó þau séu búsett hér. Fjallað var um Alþjóðaskólann í Mannlega þættinum

ATH: Leiðrétting

Það mun vera rekinn annar Alþjóðlegur skóli í Reykjavík, hann heitir Reykjavik International School og er starfræktur í Hamraskóla í Grafarvogi. Skólinn var stofnaður 2014, og  Ásta V Roth er skólastjóri hans.