Bandarísk landamærayfirvöld hafa gefið fyrirmæli um að öll börn í þeirra umsjá skuli undirgangast læknisskoðun hið fyrsta. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að átta ára drengur frá Gvatemala, sem vistaður var í öryggisbúðum landamærayfirvalda í Nýju Mexíkó, lést á aðfangadagskvöld. Hann hafði þá verið í öryggisbúðunum í tæpa viku. Fyrr í þessum mánuði lést sjö ára gömul stúlka, líka frá Gvatemala, í öðrum búðum landamærayfirvalda.