Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

„Öll borgin titrar af tónlist“

„Öll borgin titrar af tónlist“

04.11.2016 - 14:43

Höfundar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves leggur undir sig höfuðborgina næstu daga. Á þriðja hundrað tónlistarmanna koma fram á hátíðinni og að meðtalinni hliðardagskrá hennar fer fjöldi tónleika yfir þúsund.

Útvarpsstöðin KEXP, frá Seattle í Bandaríkjunum, hefur um árabil útvarpað tónleikum beint frá Kex Hostel til hlustenda sinna, sem vegna tímamismunarins fá hana beint í æð snemma að morgni. 

„Hlustendur okkar elska góða tónlist, þeir vilja heyra bestu tónlistina hvar sem hún er, hvaðan sem hún kemur,“ segir Kevin Cole, dagskrárgerðarmaður hjá KEXP.  „Tónlistarsenan er svo mögnuð, hér eru ótrúlegar tónlistargersemar og Airwaves er frábær hátíð, hún er svo vel skipulögð að því að leyti að íslenskar hljómsveitir eru settar í forgrunn og svo eru flottar erlendar hljómsveitir fluttar inn, til dæmis heimsfræg bönd eins og The Sonics og Digable Planets, sem eru einmitt frá Seattle. Hlustendum okkar finnst spennandi að uppgötva nýja tónlist og hljómsveitir sem þeir hefðu annars ekki heyrt í.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - Canon Mark 1D X

Laurel Griffin er einn af þessum hlustendum. Hún og maður hennar hafa hlustað á beinar útsendingar KEXP frá Iceland Airwaves árum saman. Þegar þau gengu í hnappahelduna kom bara einn staður til greina til fyrir brúðkaupsferðina. 

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - Canon Mark 1D X

„Það er æðislegt að vera hérna. Borgin tekur tónlistinni fagnandi og allir tónleikastaðirnir, Harpa og þeir sem eru með hliðardagskrá, eru meiri háttar. Öll borgin titrar af tónlist og það er mergjað. “

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - Canon Mark 1D X

Matthías Már Matthíasson og Jón Þór Víglundsson önduðu að sér stemningunni á Iceland Airwaves, eins og sjá má í innslaginu að ofan.

Tengdar fréttir

Airwaves

Örugga kynslóðin: Iceland Airwaves´16 Special

Menningarefni

Fyrsta kvöld Airwaves í myndum