Olíusjóður Íslands

29.11.2012 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Tekjur af orkusölu eiga í framtíðinni að geta skilað Íslendingum því sem olían hefur skilað Noregi, segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Hann telur raunhæft að Landsvirkjun geti með tíð og tíma tvöfaldað orkuverðið frá því sem nú er.

Olíusjóðurinn er afrakstur Norðmanna af olíuvinnslu þeirra og tekjur Íslendinga af orkusölu á að geta skapað þeim sambærilegar tekjur í framtíðinni segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir að allar spár bendi til að verði á orku, einkum grænnar orku muni fara mjög vaxandi í náinni framtíð. Mikilvægt sé fyrir Íslending að nýta sér þá þróun, sér til sem mestra hagsbóta. Hann segir að nú sé það raunhæft markmið að tvöfalda smátt og smátt orkuverðið frá því sem nú er. Hann fjallaði um orkumál og umhverfismál á fundi með Náttúruverndarsamtökum Íslands í dag. hann lagði áherslu á að landsvikjun vildi starfa í sátt við umhverfið og nefndi í því sambandi að horfið hefði verið frá harðri og ágengri vinnslu jarðvarmans í Bjarnarflagi og ákveðið að virkja þar í smáum skrefum. Mikil áhersla verði lögð á vöktun á mögulegum áhrifum virkjana þar á mengun vegna brennisteinsvetnis og á hugsanleg áhrif frárennslis á lífríki Mývatns.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi