Erfitt er að greina áhrif árásarinnar sem gerð var á vefumsjónarkerfi ruv.is í gærkvöld. Árásin lýsti sér þannig að nokkrir hlekkir á síðunni vísuðu út fyrir vefsíðu RÚV og á vafasamar síður. Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun telur að áætlun tölvuþrjótanna hafi verið að falsa umferð á þessar síður.