Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ólíkar hliðar Leonards Cohens

epa05626140 (FILE) A file picture dated 04 July 2013 shows Canadian singer Leonard Cohen performing during a concert at the Stravinski Auditorium on the opening night of the 47th annual Montreux Jazz Festival, in Montreux, Switzerland. Leonard Cohen has
 Mynd: EPA - KEYSTONE

Ólíkar hliðar Leonards Cohens

14.11.2016 - 11:43

Höfundar

Valur Gunnarsson beindi sjónum sínum að ólíkum hliðum tónlistarmannsins og ljóðskáldsins Leonards Cohens – sem hermaður, spámaður, elskhugi og skáld – í útvarpsþáttum sem fluttir voru haustið 2012 á Rás 1. Aðdáendur og tónlistarunnendur um heim allan hafa minnst Cohens síðustu daga, en hann lést 7. nóvember, 82 ára aldri.

Hægt er að nálgast þættina í hlaðvarpi RÚV, með því að smella á viðeigandi hnapp hér að neðan.

RSS iTunes

Leonard Cohen ólst upp við allsnægtir í einu ríkasta hverfi Norður-Ameríku í Montrealborg. Ættmenni hans ráku stærstu herrafaraverslun Kanada, en hann snéri baki við arfinum og flutti til Grikklands til að gerast skáld, þá til New York til að gerast poppstjarna og endaði í munkaklaustri í Kaliforníu. Í millitíðinni var hann hermaður í Ísrael, meðlimur vísindakirkjunnar þar sem hann fann ástina um stund og bæði lagahöfundur og elskhugi á heimsmælikvarða.

Í þáttunum er skyggnst á bak við dökk sólgleraugun og reynt að komast að því hvað það var sem rak Leonard Cohen áfram. Og hvers vegna hann virtist aldrei ánægður með nokkurn skapaðan hlut.

Einnig var fjallað um tónlist og líf Cohens í Rokklandi á Rás 2 sunnudaginn var, hægt er að hlusta á þáttinn í Sarpinum.

Tengdar fréttir

Tónlist

Cohens minnst um allan heim

Tónlist

Leonard Cohen er látinn