Ólafur Þór hættir sem bæjarfulltrúi

Mynd með færslu
 Mynd: Alþingi
Ólafur Þór Gunnarsson baðst í dag lausnar sem bæjarfulltrúi í Kópavogi eftir rúma 11 ára setu í bæjarstjórninni. Ólafur var í lok síðasta mánaðar kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfiguna grænt framboð. Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur sæti Ólafs í bæjarstjórninni.

Ekki er sjálfgefið að sveitarstjórnarfulltrúar láti af störfum þótt þér séu kjörnir á þing. Fyrir ári náði Theodóra S. Þorsteinsdóttir kjöri á þing fyrir Bjarta framtíð en sat áfram í bæjarstjórn í Kópavogi og gerir enn. Þá settist Bryndís Haraldsdóttir á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hefur haldið áfram störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Á hinn bóginn sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sig frá bæjarstjórnarstörfum á Akureyri fyrir ári eftir að hann komst á þing og það sama gerði Sjálfstæðismaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson, sem einnig sat í bæjarstjórn Akureyrar.

Að Bryndísi frátalinni var Ólafur Þór eini starfandi sveitarstjórnarfulltrúinn sem var kjörinn á þing í nýafstöðnum kosningum.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi